

SJÚKRAÞJÁLFARINN Í TÆKJASALNUM
Sjúkraþjálfun hefur síðustu ár verið að þróast meira í átt að aktívri meðferð með æfingum sem lykil meðferðarformi. Passív meðferð líkt og nudd, nálastungur og rafmeðferðir geta hjálpað mikið við að brjóta upp vítahring verkja og einkenna. Til þess að ná árangri sem endist þarft þú hinsvegar að koma hreyfingu inn í rútínu hversdagsins.
Ef þú finnur fyrir óöryggi í æfingum vegna einhverra kvilla, ert ekki viss hvað þú mátt gera og hversu mikið, ef þú vilt reyna að fyrirbyggja frekari meiðsl eða einkenni, eða ef þú vilt einfaldlega styrkja þig og líða betur í eigin líkama þá skalt þú endilega hafa samband við mig.
GET ÉG HJÁLPAÐ ÞÉR?

AF STAÐ EFTIR HREYFINGARLEYSI
Viljir þú koma þér af stað í meiri hreyfingu með aukinn styrk, þol og hreysti að markmiði ert þú á réttum stað. Kyrrseta er stærsta heilsuváin og ég er viss um að við finnum skemmtilega leið til að koma þér af stað.
EFTIR MEIÐSLI, VEIKINDI EÐA AÐGERÐIR
Þá er gott að hafa sjúkraþjálfara sér við hlið þegar maður tekur fyrstu skrefin í tækjasalnum. Þú vilt vita hvaða æfingar þú ættir að forðast, hverjar þú ættir að gera og hvernig stilla skyldi álaginu.


Að styrkja þig fyrir golfið
Hvort sem markmiðið er að geta golfað meiðsla- eða verkjalaust, meiri högglengd, bætt þrek eða einfaldlega það að verða betri golfari þá get ég hjálpað þér.
HVAÐ HEFUR FÓLK UM ÞJÁLFUNINA AÐ SEGJA?
HAFÐU SAMBAND
