Fjarþjálfun
Hvar?
-
Þú getur verið í fjarþjálfun hvar sem er í heiminum í þinni uppáhalds æfingaaðstöðu, hvort sem hún er heima eða að heiman.
-
Æfingamyndböndin eru flest tekin upp í Hreyfingu í Reykjavík svo þeir sem æfa þar hafa ákveðið forskot, en áætlanir eru annars lagaðar að þeirri aðstöðu sem þú hefur aðgang að.
-
Þó þú hafir ekki aðgang að neinni líkamsræktaraðstöðu þá eru æfingar einfaldlega lagaðar að húsgögnum heimilisins og umhverfi þess.
Hvernig virkar fjarþjálfun?
-
Þú skráir þig og færð strax sendan link á app sem þú sækir þér.
-
Við innskráningu í appið skráirðu helstu upplýsingar, svarar spurningum varðandi aðstöðuna sem þú hefur, hver markmið þín með þjálfuninni eru ofl.
-
Þú færð rukkun senda á einkabankann þinn fyrir fyrsta mánuðinum, þegar hún hefur verið greidd opnast fyrir æfingaplan í appinu.
-
Þú opnar svo appið þegar þú ætlar að æfa og sérð nákvæmlega hvaða æfingar þú átt að gera þann daginn og getur skoðað myndband af æfingunni og lesið útskýringar ef þú ert ekki alveg viss um hvernig framkvæma skuli æfinguna.
Hvað er fleira í appinu?
-
Þú getur sent mér skilaboð í gegnum appið sem ég svara fljótt, alla daga vikunnar.
-
Appið heldur utanum þyngdirnar fyrir þig. Þannig getum við fylgst með framförum í þyngdum.
-
Þú færð aðhald með áminningum og skilaboðum frá þjálfara beint í appið. Ég sé hvenær þú mætir og hvenær ekki.
-
Hægt er að tengja aðganginn við matardagbókarapp og þannig getur ég séð hvað þú ert að borða og leiðbeint þér með næringuna.
Hvað kostar?
-
Stakur mánuður kostar 20.000kr
-
Hver mánuður kostar 16.000kr ef þú bindur þig til þriggja mánaða
Kaupauki
-
Fjarþjálfuninni fylgir 30% afsláttur af stökum einkaþjálfunartímum og forgangur í lausa tíma. Þú getur því alltaf tekið staka einkaþjálfunartíma með þjálfara á afsláttarkjörum á æfingartímabilinu ef þú vilt skerpa á æfingunum eða fá smá eftirfylgni og auka tilsögn.
-
Stakur einkaþjálfunartími kostar 7000kr en 4900kr ef þú ert í fjarþjálfun.


Smelltu á myndbandið
